Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá. Fréttablaðið/Andri Marinó Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15