Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 00:06 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. vísir/Hanna Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að þeir fordæmi að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Bæjarfulltrúarnir hyggjast kæra þetta til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin í starfi. Málið varðar uppbyggingu á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika en í fjárhagsáætlun fyrir árið, sem samþykkt var í desember 2017, var samþykkt að veita 200 milljónum króna í verkefnið á árinu 2018. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunniVerið sé að hverfa frá framkvæmd til fjárfestingar Rósa segir að í sumar hafi verið ákveðið að breyta um aðferðafræði „og skipta á eignum hjá félaginu og fela þeim að gera þessa framkvæmd sjálf,“ segir Rósa. Upphaflega hafi verið ákveðið bærinn myndi framkvæma sjálfur og því hafi þurft að gera viðauka við fjárhagsáætlun. „Þessi viðauki sem samþykktur var í dag er orðalagsbreyting. Það voru engar breytingar á upphæðum, fjárheimildin er því skýrt fyrir hendi,“ segir Rósa sem segist ekki skilja hverju sé eiginlega verið að reyna að þyrla upp. „Við erum ekki að fara að framkvæma sjálf heldur fjárfesta. Þetta fer frá famkvæmd til fjárfestingar og þetta hefur hvorki áhrif á rekstur né sjóðsstreymi bæjarins,“ segir Rósa.Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann, segir kjörtímabilið fara illa af stað.Á Facebook síðu sinni ritar Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans: „Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn. Og þetta er ekki neyðartilvik, ekki björgunaraðgerð fyrir bæjarbúa, heldur efniskaup til byggingar á íþróttahúsi sem verður ekki í eigu eða rekstri bæjarins,“ segir Guðlaug. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að þeir fordæmi að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Bæjarfulltrúarnir hyggjast kæra þetta til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin í starfi. Málið varðar uppbyggingu á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika en í fjárhagsáætlun fyrir árið, sem samþykkt var í desember 2017, var samþykkt að veita 200 milljónum króna í verkefnið á árinu 2018. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunniVerið sé að hverfa frá framkvæmd til fjárfestingar Rósa segir að í sumar hafi verið ákveðið að breyta um aðferðafræði „og skipta á eignum hjá félaginu og fela þeim að gera þessa framkvæmd sjálf,“ segir Rósa. Upphaflega hafi verið ákveðið bærinn myndi framkvæma sjálfur og því hafi þurft að gera viðauka við fjárhagsáætlun. „Þessi viðauki sem samþykktur var í dag er orðalagsbreyting. Það voru engar breytingar á upphæðum, fjárheimildin er því skýrt fyrir hendi,“ segir Rósa sem segist ekki skilja hverju sé eiginlega verið að reyna að þyrla upp. „Við erum ekki að fara að framkvæma sjálf heldur fjárfesta. Þetta fer frá famkvæmd til fjárfestingar og þetta hefur hvorki áhrif á rekstur né sjóðsstreymi bæjarins,“ segir Rósa.Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann, segir kjörtímabilið fara illa af stað.Á Facebook síðu sinni ritar Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans: „Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn. Og þetta er ekki neyðartilvik, ekki björgunaraðgerð fyrir bæjarbúa, heldur efniskaup til byggingar á íþróttahúsi sem verður ekki í eigu eða rekstri bæjarins,“ segir Guðlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00