Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 17:48 Skógeraldar loga nú glatt suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands. Vísir/AP Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst. Erlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst.
Erlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira