Innlent

Útskýrir ástæður þess að salnum var ekki skipt upp

Andri Eysteinsson skrifar
Færri miðar seldust í B-svæði en gert hafði verið ráð fyrir, því var ákveðið að hætta við svæðaskiptingu.
Færri miðar seldust í B-svæði en gert hafði verið ráð fyrir, því var ákveðið að hætta við svæðaskiptingu. Vísir/TRYGGVI PÁLL
Tónleikar kanadísku indie-rock hljómsveitarinnar Arcade Fire fóru fram í Laugardalshöll síðastliðið þriðjudagskvöld.

Á meðan á tónleikunum stóð blossaði upp óánægja meðal nokkurra tónleikagesta þar sem tónleikahaldarar virtust hafa hætt við skiptingu í A og B svæði.

Tónleikahaldarinn Þorsteinn Stephensen birtir á Facebook viðburðafyrirtækisins Hr. Örlygs yfirlýsingu þar sem hann fer yfir tónleikana og ástæður þess að salnum hafi ekki verið tvískipt. Færsluna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Þorsteinn segir að þegar verið var að gera svæðið klárt fyrir tónleika væri ljóst að ef haldið væri tryggð við uppsetninguna yrðu það mikil mistök.

Höllin hafði verið sett upp fyrir um 6500 manns, um 4000 miðar höfðu selst í A-svæði en eingöngu 79 miðar í B-svæði. Þorsteinn segir söluna undir helmingi þess sem stóð til og að hagnaður af tónleikunum sé því enginn.

Skyndiákvörðun var tekin um að stytta og þrengja salinn og sleppa B-svæði og veita þeim sem höfðu keypt miða á B-svæði óvæntan glaðning.

Þorsteinn segist ekki hafa átt von á ósætti vegna þessa en skilur vel þá aðila sem finnast þeir hafa geta keypt ódýrari miða en fengið sama fyrir.

Þorsteinn segir að hann rætt við þónokkra vegna þessa en flestir skilji ákvörðun tónleikahaldara.

Enn fremur segist hann ekki hafa hitt þá manneskju sem var ósátt við sjálfa tónleikana sem Þorsteinn segir eina þá mögnuðustu í Íslandssögunni


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×