Mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini um skilmála líftrygginga Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:30 Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra. Neytendur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra.
Neytendur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira