Páfinn tjáir sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:22 Mótmælendur í Dyflinni beindu spjótum sínum að páfanum. Vísir/EPA Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013. Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013.
Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17
Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19
Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54