Fyrirtækið sem átti að bjarga ímynd Sigmundar gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 09:58 Almannatengilinn Viðar Garðasson rak Forystu ehf. Vísir/valli Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30