Innlent

Undirbúa þjóðskóg á Vestfjörðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skógarhögg.
Skógarhögg. Fréttablaðið/Anton brink
Skógræktin leitar nú að jörðum á Vestfjörðum undir þjóðskóg. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðar að nærtækast sé talið að líta til jarða í eigu ríkisins sem ekki eru í ábúð og henta til skógræktar.

„Fáar ríkisjarðir (eða engar) eru norðan Arnarfjarðar í Ísafjarðarbæ en í hinum forna Auðkúluhreppi eru nokkrar sem eru í eigu ríkis eða ríkisstofnana. Einnig gæti Skógræktin hugsað sér að gera langtíma samninga um heppilega jörð í eigu sveitarfélags og þá eru einhverjar innan Ísafjarðarbæjar svo sem. Sandar í Dýrafirði og Kirkjuból í Engidal og ef til vill fleiri,“ segir í fundargerðinni.

Þjóðskógar Skógræktarinnar eru á yfir fimmtíu stöðum en enginn á Vestfjörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×