Svona virkar Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 16:00 Riðlarnir í A-deildinni. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira