Innlent

Leysigeisla beint að flugvél í aðflugi að Keflavík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvél í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Flugvél í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning frá áhöfn flugvélar um að leysigeisla hefði verið beint að vélinni er hún kom í aðflugi að Keflavík um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Talið var að geislinn hefði komið úr Keflavík en nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem undirstrikar að athæfi af þessu tagi er stórhættulegt.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af ökumanni um helgina, hvers bifreið hafði hafnað ofan á grashól og vó þar salt.

„Til bifreiðarinnar hafði sést fara í loftköstum upp á grashólinn þar sem hún sat svo föst,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og reyndist auk þess hafa verið sviptur ökuréttindum.

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna og reyndist einn þeirra vera sviptur ökuréttindum. Þessir ökumenn voru allir handteknir og færðir til sýna- og skýrslutöku á löreglustöð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×