Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Öfgamenn hópuðust saman í þúsundatali í Chemnitz. Vísir/Getty Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira