Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Markmið frumvarpsins er að auka tiltrú á núverandi kerfi. Vísir/Stefán Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira