Hleypur gegn barnabrúðkaupum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 11:00 Ráðlegt er að fara nokkrum sinnum út að skokka í vikunni til að halda líkamanum sprækum. Najmo minnir á barnabrúðkaup og hleypur fyrir Amnesty International. Fréttablaðið/Þórsteinn Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira