Erlent

Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis

Þórir Guðmundsson skrifar
Monsanto framleiðir Roundup. Fyrirtækið ætlar að áfrýja dómnum.
Monsanto framleiðir Roundup. Fyrirtækið ætlar að áfrýja dómnum. Vísir/EPA
Búist er við holskeflu af kærum á hendur bandaríska landbúnaðarvörufyrirtækinu Monsanto eftir að kviðdómur dæmdi fyrirtækið til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, sem svarar tæplega 32 milljörðum króna í skaðabætur.

Maðurinn er með Hodgkins sjúkdóm. Hann var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup-arfaeyðinum.

Fyrirtækið segist munu áfrýja dómnum og berjast gegn honum af öllum mætti. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um notkun Roundup, en það er enn selt í álfunni, meðal annars hér á landi þar sem það er vinsælt til notkunar til eyðingar á illgreesi og gróðri í stígum og á stéttum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×