Sjá einnig: Eldur kviknaði í bryggjunni á Dalvík
Gestum var boðið upp á fiskirétti á bryggjunni í gær en á föstudeginum buðu 130 fjölskyldur gestum hátíðarinnar heim í fiskisúpu.
Efnt var til tónlistarveislu undir berum himni í gærkvöldi og er framkvæmdastjóri hátíðarinnar hæstánægður með kvöldið.
Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni eru: Regína Ósk, JóiPé og Króli, Friðrik Ómar og Selma Björnsdóttir. Bubbi Morthens var leynigestur.
„Það er erfitt að lýsa þessum tónleikum og þessu kvöldi sem enduðu á óvæntum gesti sem var laumað í veiðigalla inn í bæinn. Það gjörsamlega trylltist allt þegar Bubbi Morthens steig á svið í lok tónleikanna sem enginn vissi af“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.

„Það kviknaði í dekkjunum á bryggjunni 400 metrum frá áhorfendum, þetta voru ekki nema 6-8 mínútur“ segir Anton um tímann sem tók slökkviliðið að slökkva eldinn.
Bubbi virðist vera sáttur með Fiskidaginn en hér hrósar hann Friðiki Ómari hástert á Facebook síðu sinni.