Tíkin Irma tók að sér kettling eftir að hafa misst sjö hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2018 19:15 Það fer einstaklega vel á með Irmu og kettlingnum eftir að Irma ákvað að gerast fósturmóðir hans. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela. Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela.
Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira