Stefnir á Ólympíuleikana 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 11:15 Valgarð Reinhardsson ætlar að byggja ofan á árangurinn sem hann náði á EM í Glasgow. Vísir/Getty „Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira