Leðurblökukonan hörfar frá Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 10:15 Ruby Rose gerði garðinn frægan í Orange is the New Black. vísir/getty Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira