Erlent

Kveikt í tugum bíla í Gautaborg

Atli Ísleifsson skrifar
Virðist sem að unglingarnir hafi brotið rúður í bílunum, sprautað inn kveikivökva og síðan kveikt í. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Virðist sem að unglingarnir hafi brotið rúður í bílunum, sprautað inn kveikivökva og síðan kveikt í. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Hópur svartklæddra unglinga hefur kveikt í á þriðja tug bíla í Gautaborg í kvöld. Frá þessu greina sænskir fjölmiðlar.

Lögreglu í Gautaborg hefur meðal annars borist tilkynningar um eld í bílum í bæjarhlutunum Hjällbo og Frölunda. Að sögn lögreglu hefur verið kveikt í að minnsta kosti tuttugu bílum.

Fyrsta tilkynningin barst lögreglu um klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma. „Það eru margir sem hafa hringt í 112. Þetta eiga að vera unglingar í dökkum hettupeysum og adidasbuxum sem hafa kveikt í bílum. Síðan hafa þau hlaupið á brott,“ segir Ulla Brehm, talsmaður sænsku lögreglunnar í Gautaborg.

Virðist sem að unglingarnir hafi brotið rúður í bílunum, sprautað inn kveikivökva og síðan kveikt í.

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins, að því er fram kemur í frétt Aftonbladet.

Uppfært 23:16:

SVT  hefur eftir lögreglu að alls hafi verið kveikt í um sextíu bílum í Hjällbo og Frölunda í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×