Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 09:20 Alonso keppti fyrir Andretti Autosport-liðið í Indy 500-kappakstrinum í fyrra. Rætt hefur verið um möguleikann á að Andretti og McLaren fari í samstarf á næsta ári eða árið 2020. Vísir/EPA Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018 Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018
Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42