Tíu prósent líkur á að hún myndi lifa af Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 13:15 Sóley Þórisdóttir og Saga, sem verður fjögurra ára í nóvember. Úr einkasafni Sóley Þórisdóttir var undirbúin undir það versta þegar dóttir hennar kom í þennan heim í nóvember árið 2014. Saga litla fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og eyddi fyrstu vikum lífsins á gjörgæslu vökudeildar tengd í fjölda tækja og véla, búnaður sem kostaði tugi milljóna og mest af honum var merkt sem gjöf frá Hringskonum. Bataferli Sögu var kraftaverki líkast og vildi Sóley gefa eitthvað til baka svo hún hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hringnum. „Fæðingargallinn hennar var þannig að hún fæddist með gat á þindinni, það heitir þindarslit. Í rauninni má lýsa gallanum þannig að það er gat á þindinni og líffæri í kviðarholi færast upp í brjóstholið og taka þar með pláss frá lungunum til að vaxa og þroskast. Þegar börnin svo fæðast þá er ekkert pláss fyrir lungun til að þenjast út, og þau eru einnig svo vanþroska og það skapar vandamál. Veikindi þeirra eru þess vegna alvarlegur lungnaháþrýstingur sem er oft erfitt að meðhöndla.“ Í skurðaðgerð þarf að færa líffærin niður og koma þeim fyrir og svo er bót sett á þindina. „Þegar við fáum þessa greiningu á 25. viku meðgöngu þá er okkur eiginlega bara sagt að það verði líklega ekkert hægt að gera fyrir hana.“Algjör kraftaverkasaga Í sónar nokkrum vikum seinna fékk Sóley að vita að lungu barnsins væru lítið sem ekkert þroskuð og líklega færi þetta á versta veg. „Að hún væri ekki með hægra lunga og vinstra lungað væri það illa þroskað að það væri lítið hægt að gera, við fáum tíu prósent líkur á því að hún lifi. Þetta var alveg ótrúlega erfitt, erfið lífsreynsla.“ Sóley kláraði meðgönguna og var sett af stað kominn 40 vikur á leið. Foreldrarnir vissu ekkert við hverju þau ættu að búast og voru undirbúin undir það versta. „Svo fæðist dóttir mín og hún var í mjög „krítísku“ ástandi fyrstu dagana. Hún fer svo í aðgerð hérna á Íslandi og frá því er hún eiginlega bara algjör kraftaverkasaga, hennar barátta og hvernig hún nær að komast yfir þetta.“Mæðgurnar á vökudeildÚr einkasafniÓeigingjarnt starf Þegar Saga fæddist var hún strax færð á Vökudeild og þar voru allir undirbúnir fyrir komu hennar. Saga var á Vökudeild í sex vikur, þar af þrjár vikur á gjörgæslu. „Að vera á Vökudeildinni var lífsreynsla sem breytir manni fyrir lífstíð. Hún var á gjörgæslu í þrjár vikur tengd við níu lyfjadælur og hún fór í tvær mismunandi öndunarvélar. Allar þessar vélar og öll þessi tæki eru merkt sem gjöf frá Hringskonum eða gjöf til Barnaspítalans. Þetta hreyfði rosalega við mér. Ég hef alltaf viljað gefa til baka og þetta er mín leið til þess að þakka fyrir mig.“ Sóley tekur þátt í hlaupinu með Erlu Hlíf Kvaran frænku sinni sem er hjúkrunarfræðingur á Vökudeild. Sóley vildi líka með þátttöku sinni vekja athygli á Hringskonum og þeirra óeigingjarna starfi. „Við erum líka ótrúlega þakklát starfsfólki Vökudeildarinnar, þar vinna læknar og hjúkrunarfræðingar á heimsklassa.“Lyf Sögu á VökudeildinniÚr einkasafniAðstoðar foreldra í sömu stöðu „Það var svolítið merkilegt að það voru þrjú börn sem fæddust með þennan fæðingargalla í sama mánuðinum. Fyrir það hafði ekki fæðst barn með þennan fæðingargalla í nokkur ár. Þetta er ekki mjög algengt og þegar maður „googlar“ þá finnur maður ótrúlega lítið um þetta. Önnur ástæða fyrir því að ég vil segja þessa sögu er að það er svo litlar upplýsingar um þetta að finna á íslensku.“ Síðan Saga fæddist hafa nokkur börn fæðst með þennan fæðingargalla og hefur Sóley rætt við foreldra tveggja þeirra barna, verið þeim stuðningur og sagt þeim við hverju er að búast. „Mér finnst allt í lagi að það sé hægt að tala um þetta og segja frá sinni reynslu. Af því að það erfitt þegar maður fær svona greiningu og veit ekki alveg hvert maður á að fara. Fæðingargallinn er þess eðlis að hann hefur svo mikil áhrif á lungun, en það er einstaklingsbundið hvernig börnin bregðast við. Fyrir foreldra að undirbúa sig að eignast veikt barn, það er svo margt sem spilar inn í. Það er dvölin á vökudeildinni og þetta andlega ástand sem maður getur kannski reynt að koma sér í á meðan maður er óléttur. Það var ótrúlega erfitt áður en hún fæddist og eftir að hún fæddist. Ég hef því reynt að gefa til baka og spjalla við aðra foreldra.“Fjölskyldan. Saga er ótrúlega hraust í dag.Úr einkasafniSaga náði ótrúlega góðum bata og segir Sóley að þau hafi unnið stærsta lottóvinninginn. „Hún er bara ótrúlega hraust barn og það hefur allt gengið alveg ótrúlega vel með hana. Áður en hún fæðist var svo erfitt að segja til um hvernig lífið hennar yrði, hvað tæki við. En það hefur svo rosalega lítið komið upp á. Hún er náttúrulega viðkvæmari en flest börn en hún er rosalega dugleg og hjólar og syndir og fer á skíði, allt sem önnur börn gera. Við erum bara alveg ótrúlega heppin.“Hægt er að heita á Sóley á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sóley Þórisdóttir var undirbúin undir það versta þegar dóttir hennar kom í þennan heim í nóvember árið 2014. Saga litla fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og eyddi fyrstu vikum lífsins á gjörgæslu vökudeildar tengd í fjölda tækja og véla, búnaður sem kostaði tugi milljóna og mest af honum var merkt sem gjöf frá Hringskonum. Bataferli Sögu var kraftaverki líkast og vildi Sóley gefa eitthvað til baka svo hún hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hringnum. „Fæðingargallinn hennar var þannig að hún fæddist með gat á þindinni, það heitir þindarslit. Í rauninni má lýsa gallanum þannig að það er gat á þindinni og líffæri í kviðarholi færast upp í brjóstholið og taka þar með pláss frá lungunum til að vaxa og þroskast. Þegar börnin svo fæðast þá er ekkert pláss fyrir lungun til að þenjast út, og þau eru einnig svo vanþroska og það skapar vandamál. Veikindi þeirra eru þess vegna alvarlegur lungnaháþrýstingur sem er oft erfitt að meðhöndla.“ Í skurðaðgerð þarf að færa líffærin niður og koma þeim fyrir og svo er bót sett á þindina. „Þegar við fáum þessa greiningu á 25. viku meðgöngu þá er okkur eiginlega bara sagt að það verði líklega ekkert hægt að gera fyrir hana.“Algjör kraftaverkasaga Í sónar nokkrum vikum seinna fékk Sóley að vita að lungu barnsins væru lítið sem ekkert þroskuð og líklega færi þetta á versta veg. „Að hún væri ekki með hægra lunga og vinstra lungað væri það illa þroskað að það væri lítið hægt að gera, við fáum tíu prósent líkur á því að hún lifi. Þetta var alveg ótrúlega erfitt, erfið lífsreynsla.“ Sóley kláraði meðgönguna og var sett af stað kominn 40 vikur á leið. Foreldrarnir vissu ekkert við hverju þau ættu að búast og voru undirbúin undir það versta. „Svo fæðist dóttir mín og hún var í mjög „krítísku“ ástandi fyrstu dagana. Hún fer svo í aðgerð hérna á Íslandi og frá því er hún eiginlega bara algjör kraftaverkasaga, hennar barátta og hvernig hún nær að komast yfir þetta.“Mæðgurnar á vökudeildÚr einkasafniÓeigingjarnt starf Þegar Saga fæddist var hún strax færð á Vökudeild og þar voru allir undirbúnir fyrir komu hennar. Saga var á Vökudeild í sex vikur, þar af þrjár vikur á gjörgæslu. „Að vera á Vökudeildinni var lífsreynsla sem breytir manni fyrir lífstíð. Hún var á gjörgæslu í þrjár vikur tengd við níu lyfjadælur og hún fór í tvær mismunandi öndunarvélar. Allar þessar vélar og öll þessi tæki eru merkt sem gjöf frá Hringskonum eða gjöf til Barnaspítalans. Þetta hreyfði rosalega við mér. Ég hef alltaf viljað gefa til baka og þetta er mín leið til þess að þakka fyrir mig.“ Sóley tekur þátt í hlaupinu með Erlu Hlíf Kvaran frænku sinni sem er hjúkrunarfræðingur á Vökudeild. Sóley vildi líka með þátttöku sinni vekja athygli á Hringskonum og þeirra óeigingjarna starfi. „Við erum líka ótrúlega þakklát starfsfólki Vökudeildarinnar, þar vinna læknar og hjúkrunarfræðingar á heimsklassa.“Lyf Sögu á VökudeildinniÚr einkasafniAðstoðar foreldra í sömu stöðu „Það var svolítið merkilegt að það voru þrjú börn sem fæddust með þennan fæðingargalla í sama mánuðinum. Fyrir það hafði ekki fæðst barn með þennan fæðingargalla í nokkur ár. Þetta er ekki mjög algengt og þegar maður „googlar“ þá finnur maður ótrúlega lítið um þetta. Önnur ástæða fyrir því að ég vil segja þessa sögu er að það er svo litlar upplýsingar um þetta að finna á íslensku.“ Síðan Saga fæddist hafa nokkur börn fæðst með þennan fæðingargalla og hefur Sóley rætt við foreldra tveggja þeirra barna, verið þeim stuðningur og sagt þeim við hverju er að búast. „Mér finnst allt í lagi að það sé hægt að tala um þetta og segja frá sinni reynslu. Af því að það erfitt þegar maður fær svona greiningu og veit ekki alveg hvert maður á að fara. Fæðingargallinn er þess eðlis að hann hefur svo mikil áhrif á lungun, en það er einstaklingsbundið hvernig börnin bregðast við. Fyrir foreldra að undirbúa sig að eignast veikt barn, það er svo margt sem spilar inn í. Það er dvölin á vökudeildinni og þetta andlega ástand sem maður getur kannski reynt að koma sér í á meðan maður er óléttur. Það var ótrúlega erfitt áður en hún fæddist og eftir að hún fæddist. Ég hef því reynt að gefa til baka og spjalla við aðra foreldra.“Fjölskyldan. Saga er ótrúlega hraust í dag.Úr einkasafniSaga náði ótrúlega góðum bata og segir Sóley að þau hafi unnið stærsta lottóvinninginn. „Hún er bara ótrúlega hraust barn og það hefur allt gengið alveg ótrúlega vel með hana. Áður en hún fæðist var svo erfitt að segja til um hvernig lífið hennar yrði, hvað tæki við. En það hefur svo rosalega lítið komið upp á. Hún er náttúrulega viðkvæmari en flest börn en hún er rosalega dugleg og hjólar og syndir og fer á skíði, allt sem önnur börn gera. Við erum bara alveg ótrúlega heppin.“Hægt er að heita á Sóley á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira