Ásthildur Lóa vill leiða Neytendasamtökin Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2018 17:18 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ásthildur Lóa Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna. Áður hafa fjórir tilkynnt um framboð, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Í tilkynningu frá Ásthildi Lóu segir hún að þörfin á sterkum samtökum neytenda hafi sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. „Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt. Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda. Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings. Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram,“ segir í tilkynningunni. Neytendur Tengdar fréttir Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17 Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna. Áður hafa fjórir tilkynnt um framboð, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Í tilkynningu frá Ásthildi Lóu segir hún að þörfin á sterkum samtökum neytenda hafi sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. „Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt. Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda. Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings. Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram,“ segir í tilkynningunni.
Neytendur Tengdar fréttir Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17 Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17
Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45