Segir enga starfsemi fara fram að Dalsmynni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2018 18:43 Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira