Segir enga starfsemi fara fram að Dalsmynni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2018 18:43 Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira