Segist þvinguð til að brjóta umferðarlög Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 06:30 Aka þarf yfir óbrotna línu á miðjum Álftanesvegi til að komast fram hjá nýjum hraðahindrunum. Fréttablaðið/Stefán „Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðarlagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álftanesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanesveginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleinahverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæruferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrengingar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfisbúa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjórinn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðarlagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álftanesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanesveginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleinahverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæruferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrengingar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfisbúa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjórinn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira