Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 15:48 Þóra Björg Helgadóttir fór um víðan völl í erindi sínu sem fjallaði um það hvernig það væri að vera kona í karlaheimi fótboltans. Vísir/vilhelm Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira
Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu.
Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira