Björguðu andarnefju úr Engey Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Andarnefjan sem var ofar í fjörunni lifði ekki strandið af en hinn hvalurinn náðist lifandi á flot. Fréttablaðið/Eyþór Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?