Erlent

Ný lög hefta frelsi egypskra netnotenda

Andri Eysteinsson skrifar
al-Sisi hefur áður látið banna öll mótmæli á götum úti.
al-Sisi hefur áður látið banna öll mótmæli á götum úti. Vísir/EPA
Forseti Egyptalands Abdel Fatah al-Sisi hefur með nýrri löggjöf hert á reglum um internet í Egyptalandi.

Í lögunum sem ætlað er að vinna gegn internetglæpum er stjórnvöldum veitt heimild til að loka fyrir síður sem talið er að ógni þjóðaröryggi eða hagkerfi Egyptalands. BBC greinir frá að nú þegar hafi um 500 síðum verið lokað.

Hver sá sem uppvís verður af því að reka, eða jafnvel heimsækja síðu af þessu tagi, á yfir höfði sér fjársekt eða jafnvel fangelsisvist.

Ekki einu internet-aðgerðir ríkisstjórnar al-Sisi.

Lögin eru ekki einu umdeildu lögin sem varða internetið í Egyptalandi en í síðasta mánuði voru samþykktaf egypska þinginu lög sem greina á um að allir þeir samfélagsmiðlareikningar með yfir 5000 fylgjendur geti átt von á að yfirvöld fylgist sérstaklega með þeim.

Forsetinn al-Sisi hefur þó enn ekki staðfest þá löggjöf með undirskrift sinni.

Mannréttindasamtök hafa sakað stjórnvöld um að reyna að troða niður alla pólitíska andstöðu við störf sín. Internetið sé síðasti vettvangur mótmæla í landinu eftir að mótmæli á götum úti voru bönnum með öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×