Sport

Sara: Katla er ein efnilegasta konan í crossfit-heiminum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katla Björk Ketilsdóttir.
Katla Björk Ketilsdóttir. Skjámynd/events.ombooth.com
Ísland á ekki aðeins keppendur í fullorðinsflokki á heimsleikunum í crossfit sem hefjast í dag í Madison í Bandaríkjunum. Þrír Íslendingar keppa einnig í unglingaflokki á mótinu og þar á meðal er Íslandsmeistarinn sjálfur.

Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára.

Katla hefur aðeins æft crossfit í þrjú ár en var áður í fimleikum. Eftir góða frammistöðu hennar í crossfit eru bundnar miklar væntingar til hennar í framtíðinni og spurning hvort við Íslendingar séum að eignast enn eina stórstjörnuna.



 
Let the games begin @crossfitgames @sportvorur @likamiogboost #dottir

A post shared by Katla Ketilsdóttir (@katlaketils) on Jul 29, 2018 at 7:42pm PDT





Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, einn öflugasti keppandi heims í crossfit kvenna, hefur mikla trú á stelpununi og telur Kötlu vera „einn efnilegasta kvenkyns keppanda í crossfit í heiminum í dag” en þetta kemur fram í umfjöllun um Kötlu á fésbókarsíðu hennar.

Katla fer inná leikana sem sautjánda sterkasta stúlka í heimi og markmið hennar er að komast í topp tíu. Þar kemur líka fram að stóra markmiðið hennar er auðvitað að komast á verðlaunapall.

Ferill Kötlu er líka stráður gulli. Hún á, þrátt fyrir ungan aldur, töluvert af Íslandsmetum, Íslandsmeistaratitlum og fleiri verðlaunum þar sem hún keppir einnig í ólympískum lyftingum. Hún á meðal annars þrettán Íslandsmet og tvö Norðurlandamet.

Allt þetta skilaði henni á Evrópumótið í Ólympískum lyftingum unglinga sem fram fór í Kosovo, Norðurlandamótið í Finnlandi og Heimsmeistaramótið sem fram fór í Tælandi árið 2017. Húm náði því að fara á NM, EM og HM á stuttum tíma.

Nú er hinsvegar komið að hennar fyrstu heimsleikum í crossfit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×