Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:00 Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt. Sundlaugar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt.
Sundlaugar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira