Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 19:16 Sektin er tilkomin vegna tuga þúsunda lána sem voru seld sem verðbréf en endurðu í vanskilum. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl. Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl. Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira