Forseti GSÍ segir sambandið fara eftir reglum um bann við áfengisauglýsingum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 13:17 Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Vísir/Stefán Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21