Sýndi ungur afburðagáfur Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Kári var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með Haukum í fyrra. Vísir/ANdri Körfubolti Kári Jónsson tók risastórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í áttunda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spilamennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spilaði með okkur á Evrópumóti leikmanna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leikmenn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og að koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B-deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Körfubolti Kári Jónsson tók risastórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnumaður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í áttunda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spilamennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spilaði með okkur á Evrópumóti leikmanna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leikmenn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og að koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B-deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum