Hvergi af baki dottinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins. Vísir/AP Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira