Sara, eins og hún er oftast kölluð, var í ellefta sætinu fyrir síðari tvo viðburðina í gærkvöldi en það kom svo í ljós að hún hafi hætt keppni. Tíðindin voru óvænt.
Hún greindi svo frá því á Instagram-síðu sinni að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp en í byrjun árs glímdi hún við brákð eða marið rifbein vegna álags.
Þessi meiðsli hefðu tekið sig upp og segir hún að þetta hafi verið eitt það erfiðasta sem hún hefði þurft að gera. Hún segir þó að hún komi sterkari til baka.
Færslu Ragnheiðar Söru á Instagram í gærkvöldi má sjá hér að neðan.