Facebook stekkur inn á stefnumótamarkaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 17:42 Brátt mun Facebook bjóða notendum upp á stefnumótaþjónustu. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi. Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi.
Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56