Facebook stekkur inn á stefnumótamarkaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 17:42 Brátt mun Facebook bjóða notendum upp á stefnumótaþjónustu. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi. Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi.
Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56