Beittu mótmælendur táragasi og slökktu á internetinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 21:00 Nokkrir mótmælendur særðust í aðgerðum lögreglu í Dhaka, höfuðborg Bangladess, í dag. Vísir/Getty Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni. Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni.
Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30