Innlent

Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Skaftárhlaup náði hámarki í nótt.
Skaftárhlaup náði hámarki í nótt. Vísir/Einar árnason

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. Þó nokkrar ábendingar hafi borist lögreglu vegna þessa, meðal annars úr Húnaþingi vestra og Svartárdal og Langadal.

Lögregla greinir frá þessu á Facebook-síðu sinn og segor að Veðurstofan að þetta megi rekja til Skaftárhlaups sem nú standi yfir.

Áður hefur verið greint frá því að tilkynnt hafi verið um brennisteinslykt á Suðausturlandi, til að mynda í Meðallandi og í Öræfum. Einnig hafi fundist sterk lykt vestan Skaftárjökuls í eftirlitssflugi með Landhelgisgæslunni í gær.

„Lyktin getur borist langar vegalengdir og var m.a. tilkynnt um brennisteinslykt í Noregi í Skaftárhlaupi 2015,“ segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×