Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2018 13:02 Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson eru stödd í brúðkaupsferð á Balí. Mynd/Samsett Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu. Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu.
Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15
Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00