Vilhjálmur jafnaði heimsmet Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Vilhjálmur Einarsson hefur oftast orðið íþróttamaður ársins, eða fimm sinnum. Afrekið sem hann vann árið 1956 þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne er enn eitt stærsta afrek sem íslenskur íþróttamaður hefur unnið, segir í bókinni Hetjurnar okkar. Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta Íslandsmet hans stendur enn. „Stórkostlegt afrek sem allar milljónaþjóðir yrðu stoltar af,“ var skrifað á forsíðu Morgunblaðsins um afrek Vilhjálms undir mynd sem sýnir hann fara fram hjá öllum merkjum vallarins. „Það afrek er annað bezta þrístökksafrek sem íþróttasagan getur um. Þar til á föstudaginn hefði þessi árangur Vilhjálms verið jafn staðfestu heimsmeti í greininni, sem Rússinn Fedosojev átti. En á föstudaginn stökk Pólverjinn Josef Schmidt 17,03 m, og er ekki vitað annað um það afrek en það verði staðfest sem heimsmet“ stóð á forsíðu blaðsins. „Stökksería Vilhjálms var með eindæmum jöfn og góð, svo góð að hún hlýtur að skjóta beztu þrístökkvurum heims skelk í bringu,“ stóð enn fremur. Í umfjöllun um mótið kemur fram að Vilhjálmur hafi verið heppinn hreinlega að ná mótinu. Það hafi byrjað klukkan fjögur á laugardeginum en klukkan 14 á sunnudeginum. Vilhjálmur hélt að mótið byrjaði einnig klukkan fjögur og mætti hann fimm mínútur fyrir tvö og sleppti fyrstu tilraun. En stökkserían var glæsileg: 16,23 í fyrsta stökki, 16,30 í öðru og aftur 16,23 í því þriðja. Svo komu 16,46 metrar áður en risastökkið leit dagsins ljós. Fyrsta stökkið var 6,05 metrar, miðstökkið hljóðaði upp á 5,02 og lokastökkið var 5,63 metrar eða samtals 16,70 metrar. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta Íslandsmet hans stendur enn. „Stórkostlegt afrek sem allar milljónaþjóðir yrðu stoltar af,“ var skrifað á forsíðu Morgunblaðsins um afrek Vilhjálms undir mynd sem sýnir hann fara fram hjá öllum merkjum vallarins. „Það afrek er annað bezta þrístökksafrek sem íþróttasagan getur um. Þar til á föstudaginn hefði þessi árangur Vilhjálms verið jafn staðfestu heimsmeti í greininni, sem Rússinn Fedosojev átti. En á föstudaginn stökk Pólverjinn Josef Schmidt 17,03 m, og er ekki vitað annað um það afrek en það verði staðfest sem heimsmet“ stóð á forsíðu blaðsins. „Stökksería Vilhjálms var með eindæmum jöfn og góð, svo góð að hún hlýtur að skjóta beztu þrístökkvurum heims skelk í bringu,“ stóð enn fremur. Í umfjöllun um mótið kemur fram að Vilhjálmur hafi verið heppinn hreinlega að ná mótinu. Það hafi byrjað klukkan fjögur á laugardeginum en klukkan 14 á sunnudeginum. Vilhjálmur hélt að mótið byrjaði einnig klukkan fjögur og mætti hann fimm mínútur fyrir tvö og sleppti fyrstu tilraun. En stökkserían var glæsileg: 16,23 í fyrsta stökki, 16,30 í öðru og aftur 16,23 í því þriðja. Svo komu 16,46 metrar áður en risastökkið leit dagsins ljós. Fyrsta stökkið var 6,05 metrar, miðstökkið hljóðaði upp á 5,02 og lokastökkið var 5,63 metrar eða samtals 16,70 metrar.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira