Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 08:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira