Drífa vill verða forseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Frá þessu greinir Drífa í tilkynningu. Þing ASÍ fer fram þann 24. október næstkomandi en sitjandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningunni segist Drífa hafa fengið fjölmargar áskoranir um að bjóða sig fram. Hún segir mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ að sameina hina öflugu verkalýðshreyfingu landsins. Í tilkynningu talar hún jafnframt um ójöfnuð í samfélaginu, félagsleg undirboð og mikilvæg þess að „auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.“ Tilkynningu Drífu má lesa í heild sinni hér að neðan.Verkalýðshreyfingin er kraftaverkahreyfing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífsgæði fólks, hvort sem horft er til húsnæðismála, almannatrygginga, aukins jöfnuðar eða hækkunar launa.Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum. Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur. Þeir sem lifa af sívaxandi auði sínum hafa misst tengsl við samfélagið og kjör almennings. Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem viðráðanlegt húsnæðisverð, eru undirseld spákaupmennsku. Vinnandi fólk á allt sitt undir því hvort stórfyrirtæki telji það nógu arðbært að veita sómasamlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.Við þetta bætist að verkalýðshreyfingin á í vök að verjast þegar kemur að réttindabrotum og félagslegum undirboðum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félagsleg undirboð eru orðin varnarlína þeirra sem starfa í verkalýðshreyfingunni.Enn fremur hefur skattkerfið, sem er mælikvarði á siðmenntað samfélag, á síðustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinnandi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almennings hafa aukist til muna og sjást nú á stærðargráðu sem við höfum ekki séð í áratugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin samfélög ríkra og fátækra, þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir röðina í heilsugæslu, menntun og annarri almannaþjónustu.Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ.Um leið og ég þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu áskoranir sem ég hef fengið innan sem utan verkalýðshreyfingarinnar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Frá þessu greinir Drífa í tilkynningu. Þing ASÍ fer fram þann 24. október næstkomandi en sitjandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningunni segist Drífa hafa fengið fjölmargar áskoranir um að bjóða sig fram. Hún segir mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ að sameina hina öflugu verkalýðshreyfingu landsins. Í tilkynningu talar hún jafnframt um ójöfnuð í samfélaginu, félagsleg undirboð og mikilvæg þess að „auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.“ Tilkynningu Drífu má lesa í heild sinni hér að neðan.Verkalýðshreyfingin er kraftaverkahreyfing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífsgæði fólks, hvort sem horft er til húsnæðismála, almannatrygginga, aukins jöfnuðar eða hækkunar launa.Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum. Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur. Þeir sem lifa af sívaxandi auði sínum hafa misst tengsl við samfélagið og kjör almennings. Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem viðráðanlegt húsnæðisverð, eru undirseld spákaupmennsku. Vinnandi fólk á allt sitt undir því hvort stórfyrirtæki telji það nógu arðbært að veita sómasamlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.Við þetta bætist að verkalýðshreyfingin á í vök að verjast þegar kemur að réttindabrotum og félagslegum undirboðum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félagsleg undirboð eru orðin varnarlína þeirra sem starfa í verkalýðshreyfingunni.Enn fremur hefur skattkerfið, sem er mælikvarði á siðmenntað samfélag, á síðustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinnandi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almennings hafa aukist til muna og sjást nú á stærðargráðu sem við höfum ekki séð í áratugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin samfélög ríkra og fátækra, þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir röðina í heilsugæslu, menntun og annarri almannaþjónustu.Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ.Um leið og ég þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu áskoranir sem ég hef fengið innan sem utan verkalýðshreyfingarinnar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27