Musk íhugar að taka Tesla af markaði Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 20:30 Elon Musk. Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Hann sagðist enn fremur þegar hafa tryggt sér fjármagnið sem til þarf. Bílaframleiðandinn hefur verið á markaði frá 2010. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala. Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018 Hann fylgdi þessu tísti eftir og sagði fjárfesta geta annað hvort selt fyrir 420 dali á hlut eða átt áfram í fyrirtækinu. Sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að allir fjárfestar í Tesla yrðu áfram með fyrirtækinu ef af áætlun hans yrði. Til þess myndi hann stofna sérstakan sjóð og sagðist Musk hafa stofnað svipaðan sjóð í kringum fyrirtæki sitt SpaceX. Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna. Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh— Tesla (@Tesla) August 7, 2018 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Hann sagðist enn fremur þegar hafa tryggt sér fjármagnið sem til þarf. Bílaframleiðandinn hefur verið á markaði frá 2010. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala. Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018 Hann fylgdi þessu tísti eftir og sagði fjárfesta geta annað hvort selt fyrir 420 dali á hlut eða átt áfram í fyrirtækinu. Sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að allir fjárfestar í Tesla yrðu áfram með fyrirtækinu ef af áætlun hans yrði. Til þess myndi hann stofna sérstakan sjóð og sagðist Musk hafa stofnað svipaðan sjóð í kringum fyrirtæki sitt SpaceX. Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna. Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh— Tesla (@Tesla) August 7, 2018
Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira