Sport

Tvöfalt hjá Bretum í hundrað metra hlaupi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Smith kom fyrst í mark í kvennaflokki.
Smith kom fyrst í mark í kvennaflokki. vísir/getty
Bretar nældu sér í tvö gullverðlaun í 100 metra spretthlaupi á EM í frjálsum íþróttum sem fer fram í Berlín í vikunni.

Dina Asher-Smith kom fyrst í mark í kvennaflokki en hún kom mark á 10,85 sekúndum. Þetta er nýtt met í Bretlandi og jafnt hraðasta tíma ársins 201.

Nokkrum mínútum síðar stóð annar Breti, Zharnel Hughes, uppi sem sigurvegari í karlaflokki. Hann kom í mark á 9,95 sekúndum og er það hans besti tími í móti.

Póljverjinn Wojciech kom, sá og sigraði í sleggjukasti. Hann kastaði 80,12 metra en landi hans Pawel Fajdek kom næstur. Hann kastaði 78,69 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×