Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Audi Q7 e-tron, ekki ósvipaður þeim sem forstjóri Landsvirkjunar ekur. Vísir/Getty Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00