Elias Antonio Saca, fyrrverandi forseti El Salvador hefur játað stórfellt peningaþvætti á meðan að á embættistíð hans stóð. AP greinir frá.
Saca sem sat í embætti á árunum 2004 til 2009 var handtekinn í brúðkaupi sonar síns í október árið 2016. Saca sem var ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti yfir 300 milljóna dala, játaði að sögn lögfræðings síns, Lisandro Quintanilla, til þess að lækka mögulegan dóm úr 30 ára fangelsi í 10 ára fangelsi.
Fyrrverandi forsetinn er einn sjö fyrrum háttsettra embættismanna sem drógu sér fé úr ríkissjóði El Salvador og fluttu á eigin bankareikninga eða til fyrirtækja sem tengdust forsetanum.

