Erik Hamrén er orðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta en þessi 61 árs gamli Svíi var kynntur í höfðuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag.
Erik Hamrén gerir tveggja ára samning við Knattspyrnusamband Íslands en næst á dagskrá eru fjórir leikir í Þjóðadeildinni í haust og svo undankeppni EM 2020 á næsta ári.
Samningur Erik Hamrén og KSÍ nær því út næstu Evrópukeppni sem fer fram víðsvegar um Evrópu sumarið 2020. Í honum er samt möguleiki á framlengingu eftir tvö ár ef vel gengur.
Freyr Alexandersson verður aðstoðarþjálfari Hamrén en hann var líka kynntur til leiks á fundinum. Hann hefur verið yfirnjósnari karlalandsliðsins í þrjú ár og þekkir því vel til. Freyr mun halda áfram með kvennalandsliðið.
Hamrén gerir tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn