Úr kjallaranum yfir í glæný hljóðver með útsýni yfir Laugardalinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. ágúst 2018 14:30 Starfsmenn FM957, Bylgjunnar og X-977 eru sáttir við flutninginn. Í dag hófu Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. Áður hafði starfsemi útvarpsstöðvanna verið í Skaftahlíðinni og voru eldri hljóðverin í kjallaranum við Skaftahlíð 24. Nú starfa útvarpsmennirnir í hljóðveri með fínu útsýni yfir Laugardalinn og er það vinnuumhverfi sem þekkist illa á útvarpssviði Sýnar. Þráinn Steinsson hefur verið tæknimaður á Bylgjunni í fjöldamörg ár og er hann spenntur fyrir komandi tímum. „Hljóðverið var ekki fært að þessu sinni, það var bara byggt nýtt,“ segir Þráinn í samtali við kollega sína þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.Hlustendur finna engan mun „Það var kominn tími á endurnýjum á búnaði og var það gert í leiðinni. Það hafði það í för með sér að við gátum flutt í tilbúið stúdíó án þess að raska miklu. Hér er nýtt spilunarkerfi á stöðvunum sem er mikil uppfærsla á því kerfi sem við vorum að vinna með. Kerfið á eflaust eftir að valda hnökrum fyrstu dagana.“Ómar var mjög sáttur við nýja hljóðver X-ins.vísir/vilhelmHann segir að hlustendur eigi ekki eftir að heyra neinn mun á útsendingu útvarpsstöðvanna, en símkerfið er nýtt. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Ég hef gott útsýni hér yfir Esjuna, Akrafjallið og Laugardalinn,“ segir Þráinn sem var örlítið stressaður fyrir fyrstu útsendinguna í morgun. Árið 2006 flutti Bylgjan, FM957 og X-ið frá Lynghálsi í Skaftahlíðina. Nú 12 árum síðar eru stöðvarnar komnar á Suðurlandsbraut. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér á Suðurlandsbrautina í dag og fangaði þessar myndir úr nýjum hljóðverum útvarpsstöðva Sýnar.Siggi Hlö og Ágúst Héðinsson yfirmaður útvarpssviðs Sýnar.vísir/vilhelmYngvi Eysteinsson á FM957.Vísir/vilhelmÞráinn er mjög sáttur við nýtt hljóðver.vísir/vilhelmRúnar Róberts mættur á vaktina til að kenna Sigga Hlö á græjurnar.Vísir/vilhelmHér að neðan má sjá nokkur myndbrot sem tekin voru upp inni í nýju hljóðveri Bylgjunnar í morgun og samtöl við reglulega gesti Í Bítinu. Fjölmiðlar Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Í dag hófu Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. Áður hafði starfsemi útvarpsstöðvanna verið í Skaftahlíðinni og voru eldri hljóðverin í kjallaranum við Skaftahlíð 24. Nú starfa útvarpsmennirnir í hljóðveri með fínu útsýni yfir Laugardalinn og er það vinnuumhverfi sem þekkist illa á útvarpssviði Sýnar. Þráinn Steinsson hefur verið tæknimaður á Bylgjunni í fjöldamörg ár og er hann spenntur fyrir komandi tímum. „Hljóðverið var ekki fært að þessu sinni, það var bara byggt nýtt,“ segir Þráinn í samtali við kollega sína þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.Hlustendur finna engan mun „Það var kominn tími á endurnýjum á búnaði og var það gert í leiðinni. Það hafði það í för með sér að við gátum flutt í tilbúið stúdíó án þess að raska miklu. Hér er nýtt spilunarkerfi á stöðvunum sem er mikil uppfærsla á því kerfi sem við vorum að vinna með. Kerfið á eflaust eftir að valda hnökrum fyrstu dagana.“Ómar var mjög sáttur við nýja hljóðver X-ins.vísir/vilhelmHann segir að hlustendur eigi ekki eftir að heyra neinn mun á útsendingu útvarpsstöðvanna, en símkerfið er nýtt. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Ég hef gott útsýni hér yfir Esjuna, Akrafjallið og Laugardalinn,“ segir Þráinn sem var örlítið stressaður fyrir fyrstu útsendinguna í morgun. Árið 2006 flutti Bylgjan, FM957 og X-ið frá Lynghálsi í Skaftahlíðina. Nú 12 árum síðar eru stöðvarnar komnar á Suðurlandsbraut. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér á Suðurlandsbrautina í dag og fangaði þessar myndir úr nýjum hljóðverum útvarpsstöðva Sýnar.Siggi Hlö og Ágúst Héðinsson yfirmaður útvarpssviðs Sýnar.vísir/vilhelmYngvi Eysteinsson á FM957.Vísir/vilhelmÞráinn er mjög sáttur við nýtt hljóðver.vísir/vilhelmRúnar Róberts mættur á vaktina til að kenna Sigga Hlö á græjurnar.Vísir/vilhelmHér að neðan má sjá nokkur myndbrot sem tekin voru upp inni í nýju hljóðveri Bylgjunnar í morgun og samtöl við reglulega gesti Í Bítinu.
Fjölmiðlar Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira