Fótbolti

Freyr: Annars væri ég ekki fær þjálfari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það eru krefjandi en skemmtilegar vikur framundan hjá Frey Alexanderssyni sem í dag var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins. Auk þess er hann kvennalandsliðsþjálfari.

„Það eru krefjar vikur framundan hjá mér persónulega en það vill til að ég er vel skipulagður maður,” sagði Freyr í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég er búinn að undirbúa leikina sem eru framundan í þrjá mánuði. Andskotinn hafi það ef það væri ekki orðið nokkuð klappað og klárt hjá mér. Annars væri ég ekki fær þjálfari.”

„Fyrir mér er þetta mjög spennandi. Verkefnið sem bíður, Þýskaland og Tékkland, ég get ekki beðið. Þetta hefur engin áhrif á það sem er svo í gangi hjá mér og Erik með karlalandsliðinu.”

Íslenska kvennalandsliðið á tvo leiki í september. Sigri þær þá leiki eru þær komnar á HM sem verður í Frakklandi næsta sumar en hvað gerist þá?

„Þá er samningi mínum lokið en að sjálfsögðu vildi ég fara með liðið á HM. Hvort að það sé hægt verður að koma í ljós en eina sem ég get sagt núna er að ég verð alltaf tengdur liðinu á einn eða annan hátt á HM.”

„Á þessari stundu þá viljum við ekki vera að fara í útfærslu atriðið á því því við getum ekki hvað gerist fyrr en eftir fjórða september,” sagði Freyr að lokum.


Tengdar fréttir

Svona var Erik Hamrén kynntur til leiks

Knattspyrnusamband Íslands hélt blaðamannafund þar sem kynntur var til leiks nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×