Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Eign Skúlagarðs er metin á rúmar 120 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGur ARI Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent