Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:02 Leigubílstjórar minntust félaga sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi á þessu ári. vísir/getty New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði. Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði.
Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00